Gúgú Be

Megnið af uppvaxtarárum mínum áttu foreldrar mínir bláa Volswagen bjöllu með númerið Y 801. Ypsilon stóð fyrir Kópavogur í þeirri tíð. Fyrsti bíllinn sem ég eignaðist var af Trabant gerð, og keypti ég þá bifreið af föður mínum fyrir heilar 12 þúsund krónur, hann var með númerið Y 4772. Er ég eltist kynntist ég snillingnum Steini Bjarna, sem átti appelsínugula Skoda bifreið með númerið Y 3. Ég man ekki nákvæmlega söguna að baki þessum fyrstu Kópavogsnúmerum, en ef ég fer rétt með þá var bæjarstjóranum úthlutað Y 1, ruslabílnum Y 2, og svo afa hans Steina Y 3. Á þessum árum þótti ægilega spennandi að spá í númerum. Númerin áttu sér yfirleitt sögu, og fylgdu oftar en ekki fjölskyldum, bíl fram af bíli. Hvaða númerum ólust þið upp með?

Í dag eru númerplötur drepleiðinlegar og hafa engan sjarma. Ég gat þó ekki annað fyllst kátínu þegar ég sá þessa Lexus bifreið fyrir framan mig á ljósum í dag. Hrekklausa ungmennið Gísli P, hafði enga hugmynd um hvers vegna ég smellti af. Ef hann vissi það, þá þætti mér ólíklegt að hann skreytti sjálfsvirðingu sína með þessari númeraplötu.

Allir saman nú. -Já, þú líka Kalli!

[MEDIA=121]

18 thoughts on “Gúgú Be”

  1. Já, hann var stórglæsilegur. Kolsvartur, með sportröndum, á hliðinni stóð Hell Rider, ljóskastarar á toppnum, risastórt Taxi merki(sem lögreglan skipaði mér að fjarlægja), þokuljós og hjólkoppar. Annar eins Trabant hafði aldrei áður sést hér á landi.

  2. það kann að skjóta skökku við en foreldrar mínir áttu einnig forláta Bjöllu, henni var þó reyndar skipt út fyrir eldrauðan Mustang þegar föður mínum óx ásmegin í lífinu.

    Bílnúmerin hafa þó varla verið af fínni sortinni því mér er um megn að muna þau!

  3. ..varðandi þetta myndband með honum Bing.
    Einhverra hluta fór ég að raula “Father Tucker the child…..”

    En það sýnir bara hvað internetið ormétur á manni sálina.

    Ótrúlegt hvað prestar voru “sleek” í Hollywood hér áður fyrr. Siggi, ég skora á þig að grafa upp fleiri prestaræmur. Var Burt Lancaster ekki einhvern tíma í hlutverki stífbónaðs prests. Og svo var Richard Burton töfrandi prestur í “The Night of the Iguana” byggðri á leikriti eftir Tenessee Williams og þar er einn fallegasti mónólókur kvikmyndasögunnar í flutningi Deborah Kerr.
    Nú er ég farin að ranta!

    En prestaþema takk!

  4. Eða var það þrjátíu og fjögur mig brestur minni. Allavega svipaður stigagangur, en meistarinn beið óþreyjufullur.

  5. 36 var það. Þú varst reyndar á Mitsubishi Colt þá. Númerið var þá komið á Lödu Sport, sem þú svo síðar keyptir. Hvað varð um númerið?

  6. Hvað segirðu um að stofna aðdáendaklúbb Gúgú Be, Kalli? Við gætum hist, eldað transcontinental mat, fengið okkur stezolid í rassinn, rætt um normaleseríngu, boðið hvoru öðru í göngutúr, stöllurnar Magga E og Fríða gætu spilað fyrir okkur á selló, svo gætum við smurt klíningi framan í hvort annað. Ertu geim?

  7. hljómar frábærlega og við þurfum ekkert að tala heldur notum bara tákn með tali. Náðu nú í moppu Siggi minn

  8. Y-3 var síðast þegar vissi á Lödu Sport einhversstaðar fyrir norðan hjá Blönduósi.
    Maður sér alltaf svolitið eftir þessari þróun.

  9. Skrifaðu eitthvað nýtt. Mér er sama um bílnúmer, en að blasta -égerfrjáls- á leið í Hamraborg, það finnst mér heillandi.

  10. Sigurður minn Þorfinnur – sérðu ekki hvað vofir yfir þér?

    Áhugamannasíða um liðna æsku og löngu samanþjappaðar bifreiðir.

    Tsk…tsk…tsk…

  11. Það skiptir öllu að vera vel informeraður!
    Það er til marks um vanþroskaða skyggnigáfu mína að ég fann lyktina þó svo ég mistúlkaði hana…

  12. Já sælll!!

    Heyrðu flott mynd af kagganum 🙂

    Ég er mjög sáttur að þetta hafi ekki verið einhver löggu-myndavél, var hálf stressaður 🙂 en gaman af þessu

Comments are closed.