Hetjan

Núna fyrr í vikunni fékk átta ára gamall drengur viðurkenningu fyrir að bjarga lífi móður sinnar. Fréttamaður ríkissjónvarpsins spurði hann í viðtali hvað hann hefði hugsað á þessarri ögurstundu. Drengurinn svaraði hátt og snjallt: “Ég hugsaði ekki neitt”.

Hvað ef hann hefði farið að velta lífshættu móður sinnar fyrir sér? Tildæmis hvaða afleiðingar það gæti haft fyrir hann eða móður sína, ef hann klúðraði þessu. Það er hægt að ímynda sér allskonar spurningar sem maður gæti spurt sjálfan sig í þessum sömu aðstæðum. En tilfellið var, að hann hugsaði ekki neitt. Hugur hans vék frá, og í stað þess að staldra við og bíða eftir kjaftablaðrinu sem mannsheilinn framleiðir hvenær svosem tóm gefst til, þá gekk drengurinn rakleiðis til verks, fann sprautu og sprautaði móður sína í handlegginn, sem svo varð henni til lífs.

Það eru til ótal sögur af fólki sem hefur lent í svipuðum aðstæðum og þessi drengur. Þ.e að standa frammi fyrir að einhver er í bráðri lífshættu og ef að ekkert verði að gert kemur þessi einhver til með að deyja. Það eru til sögur af teprulegum karl- eða kvenmönnum sem hafa fíleflst í þessum aðstæðum og jafnvel lyft og hliðrað til heilu bílflökunum, til að bjarga mannslífum.

Maðurinn er mjög merkilegt fyrirbæri.

6 thoughts on “Hetjan”

  1. Við MV fórum í bíó um seinustu helgi. Myndin sem við sáum var sko ekkert slor enda völdum við hana þar sem þú hafðir mælt með henni. Já þetta var ekki viðbjóðurinn The Prestige heldur Smásól,

    kveðja B.

  2. Ég vil að það komi skýrt fram að ég kom hvergi nálægt þessu máli…

    ótrúlegt en satt

    😉

  3. Little miss sunshine er stórkostleg mynd. Líka you and me and everyone we know. Hún er líka stórkostleg.
    Siggi er líka frekar stórkostlegur. Áfram Siggi.

  4. Hei, Bestarinn er alveg tjúll. Afram Bestarinn, maaaar!

Comments are closed.