Mefisto

Þetta kattarkvikindi tók það upp hjá sér sjálfum að skrá lögheimili sitt hjá undirrituðum. Í morgun þegar ég var að búa um flekklaust rúm mitt, neitaði hann að láta það trufla 24 klukkustunda lúrinn sinn. Það var sama hvað ég reyndi að stugga við helvítinu, hann hreyfði hvorki legg né lið. Ég þar af leiðandi á endanum neyddist til að búa um hann með rúminu, ef svo má að orði komast.

Kötturinn heitir Mefisto.

13 thoughts on “Mefisto”

  1. ef það boðar ógæfur að sjá svörtum ketti bregða fyrir þá hlýtur það að boða elífðardvöl í vítislogum ef slíkt kvikindi sem hreinlega sest að hjá manni í óspurðum fréttum.

  2. Mikið er það nú framúrstefnulegt að íslenskur karlmaður búi um rúmið sitt,
    ekki er þá öll von úti enn..með karlmenn.
    Karlinn minn veit ekki hvað það er..að búa um rúmið, svo ekki sé minnst á wc burstann, til hvers hann sé.

  3. Nonni kelling sagði mér að svartir kettir væru eitt elsta tákn í heimi fyrir gæfu; að þetta með ógæfuna væri ný uppfinning.

    Sigurður: Þú átt alla þá gæfu sem kattarófétið getur gefið þér skilið. Ég er viss um það þið eigið eftir að vera mjög hamingjusamir

  4. OOOh, til hamingju með nýja vininn Sigurður..
    Ekki gefa honum Whiskas…
    Það er helvítis viðbjóður sem lætur litlu kisuna dreifa háradýrð sinni um alla fallegu íbúðina þína…
    Svo er það oft sagt að karlmenn sem skilji ketti skilji konur betur…Þú getur kanski látið reyna á það í tilraunaskyni…Annars er fínt líka að eiga litlu kisuna bara sem vin og hafa þetta einfalt, samt pæling..

  5. minn skilningur á köttum er að þeir séu sjálfselskir og eigingjarnir og sleiki á manni rassgatið bara til þess að snúa við manni bakinu þegar þeir hafa fengið sitt.

    Ég hef það eftir örugumm heimildum að konur séu ekki allar þannig en líklega er sýn mín á ketti eitthvað brengluð (og sýn mín á konur líklega líka)

  6. eg er með 4 ketti og vinkona min er með kattarofnæmi….

    liklega a eg aldrei eftir að skylja konur þa þust það er alltaf ethvað…..

    hehe

  7. Bloggrúnturinn færðist á æðra plan við að finna síðu þessa. Hirði upp gullmola sem hrynja af andagiftinni 🙂 Bið að heilsa Muddy…

  8. Siggi minn
    er ekki frá því að það sé einhver svipur með ykkur nýju herbergisfelögunum, það er eitthvað krúttlegt við ykkur.

Comments are closed.