John Denver er dauður.

[MEDIA=44]

Hverju mannsbarni er fullkunnugt um hversu mikill söngfugl ég er. Ég gersamlega elska að þenja á mér raddböndin og verða þá oftar en ekki söngvar um ástina fyrir valinu. Hver sem haft hefir af mér kynni veit að ég er dyggur aðvókat ástarinnar. Ég elska að elska. Ég elska að syngja. Að lifa er að elska. Ást, ást, ást.

Með fallegri ástarlögum sem ég hef heyrt, er án efa Perhaps Love með John Denver. John Denver er steindauður, en þetta fallega lag lifir í hjörtum allra meðvitaðra manna. Ég er meðvitaður maður. Ég hef kynnst ástinni.

Núna nýverið söng okkar ástsæli Garðar Cortes þetta lag með miklum tilþrifum. Lag þetta rataði til mín í gegnum pípur alnetsins og hitti mig beint í hjartastað. Ég hugsaði með mér, ekki get ég verið eftirbátur Garðars og því ákvað ég að syngja þetta lag inn á myndband fyrir aðdáendur þessarar síðu. Undir spilar John Denver á veðraðan kassagítar, en ég sé alfarið um söng. Má segja sem svo að þetta myndband sé óður minn til ástarinnar. Megi sem flestir finna ástina og lifa hamingjusömu lífi, þangað til við fetum í fótspor John Denver og drepumst.

29 thoughts on “John Denver er dauður.”

  1. En hve þetta var fagurt. Aldrei skal það bregðast, að þú komir til skila því sem þú vildir sagt hafa á óaðfinnanlega smekklegan hátt, án þess að hrópa á torgum, viðhafa gífuryrði eða subba út það hið andlega hverfi hvar þú elur þinn aldur.

  2. þetta er eitthvað það al flottasta performance síðan jimi Hendrix kveikti í gítarnum sínum forðum!

    Það gersamlega skríkir í mér af einskærri kátínu.

  3. Ég, sitjandi upp við dogg í rúminu mínu,í kamalíufrúarstellingunum. Guð búinn að bænheyra mig – að ég hélt.
    Mansöngvar “on dímand”.

    Lygndi aftur augunum til að njóta(nó offens Siggi minn), hóstinn truflaði mig og ég opnaði annað augað og “níd æ sei mor”?

    Engum getur maðu treyst!

  4. Glæsileg frammistaða bæði á söng- og leiksviðinu, bravó, hetjan þín hann Linch myndi verða grænn og blár af öfund ef hann sæji þessa snilld. Til lukku með það. Þetta var svo dramatískur endir, kom algerlega á óvart, enda ertu ekki þekktur fyrir að bjóða uppá dramatík svona dagsdaglega.

  5. Tja ég veit nú ekki, kanski ef þú hefðir fengið Borgþór (þennan með snyrtilega hárið) hann söng þetta nú svo vel
    uppá íslensku, þá hefði þetta verið kanski meir í anda viku íslenskunnar

  6. Það að Garðar Cortes hafi sungið þetta lag, er bara bölvuð vitleysa. Hann söng gamla A-Ha lagið Hunting High And Low, ég bara ruglaði þessum lögum svona snyrtilega saman. Þetta kostar það að ég verð að syngja Hunting High And Low inn á myndband líka.

  7. Glæsilega gert, mér var nú samt smá brugðið þegar allt sprakk, en fór svo að lesa hér og þar bloggið hjá þér, og finnst þú einstaklega skemmtilegur, vildi helst eiga þig, eða þannig.

  8. Siggi er “Up for grabs” Ester þannig að ég myndi flýta mér áður en einhver annar hirðir hann!

  9. Ég grét af hlátri og gleði yfir því að þekkja þig þú yndislega barn guðs þíns.
    Men, hvað þú ert yndislega hlýlega geðbilaður 🙂 Tek undir að Davíð Linkur má nánast skammast sín, en hann á náttúrulega heiðurinn af þessu að hluta.
    Jú, verðum við ekki að gefa honum smá credit.

  10. Já gaman að þessu maður!

    Og gaman líka að ástin skuli vera inn um þessar mundir, ég hef nú alltaf fílað ástina, líka þegar hún þótti ekki smart og allir aðrir vildu ekkert kannast við hana.

  11. Þetta kom mér actually á óvart Siggi..Ég vissi ekki að þú ættir svona auðvelt með að syngja þig inní hjörtu manna og barna..

    En…Hahaaahaaaahaaahaaa…Þetta var algjör viðbjóður…haahaaaha…Nobody does it like Sigurður*

  12. er þetta ekki kallað að syngja sig inn í heila, frekar en hjörtu?

  13. Hahaha, vá hvað ég fíla þennan húmor. Ég hlýt að vera biluð. Þú ert klónkandidat, ekki spurning, efstur á lista. Finnum nýjan tíma…

  14. Mér finnst eins og ég sé vitni af því þegar fuglinn fönix reis úr öskunni.

    Listamaðurinn er fæddur – og nú þýðir ekkert að snú við, manni minn – áfram!!áfram!!(svipuhögg)

    Þú verður að plögga þér á JúTúbe, maður!
    Koma talentinum út á meðal fólksins.
    (Vil líka geta linkað í þennan fæl 🙂

  15. Hmmm, hver er Lúkas ?? ég hélt að þetta hefði verið Meistari Sigurður sem sprakk. Var það ekki sannleikanum samkvæmt ?

  16. nú er hann Siggi dáinn.. hann var stundum góður, stundum var hann vondur en hann nauðgaði mér aldrei.. ekki einu sinni einu sinni..

    guð geymi þig siggi

  17. Hann nauðgaði mér margoft með ónærgætni sinni yfir skilaboðaskjóðuna hans Vilhjálms….

  18. Er ekki kominn tími til að rísa upp af lárviðarsveignum og fóðra vanþakklátu hítina sem við lesendur þínir erum?

Comments are closed.