Lífið á Íslandi

Ég vakna hress og kátur, fullur af lífsorku, von og gleði. Ég trúi á mannkynið, að ofur-gnægð af kærleik sé til í heiminum, nóg til að sigra alla illa vætti. Ég hef fyrir venju að drekka stórt glas af mjólkurkaffi meðan ég athuga hvort eitthvað spennandi hafi flætt um kapla internetsins stóra og mikla meðan ég svaf. Fyrst fer ég á vef morgunblaðsins, síðan á vísi, ef ég er í stuði athuga ég dé vaff, en enda svo með að fara sem leið liggur á eyjuna. Eftir að hafa lesið nokkur hundruð athugasemdir, langar mig til að deyja eða drepa einhvern.

En nú eru tímamót framundan. Það verða tímamót, því ég hef ákveðið að nú verði tímamót. Þannig verða tímamót til.

3 thoughts on “Lífið á Íslandi”

  1. Þá er bara að muna að það er ekki nóg að flytja maður verður líka að breyta venjum sínum.

  2. Stundum er ég mjög fegin að vera ekki á Íslandi, drekk kaffið mitt í ró og næði á morgnana og forðast tölvuna…..

  3. Hef ekki lesið bloggið þitt mánuðum saman en las í dag. Man núna afhverju. Þetta eru tímamót.

Comments are closed.