Mamihlapinatapai

Oft fæ ég spurninguna: Hey Siggi, hvað er eiginlega mamihlapinatapai? Þá segi ég eitthvað eins og: Hva???? Veistu ekki hvað mamihlapinatapai er? Svo hnussa ég, og þegar mér líður orðið nógu vel í gúddí gúddí gúmmilaðinu mínu, dett ég í föðurlega uppfræðslugírinn.

Mamihlapinatapai er orð í Yaghan tungumáli, sem er mállýska Tierra del Fuego. Ekki er til neitt sambærilegt orð í öðrum tungumálum. Þetta lýríska orð, sem líður svo mjúklega um talfærin, lýsir augnagotum tveggja aðila sem vilja að hinn aðilinn hefji eitthvað sem báðir þrá, en hvorugur þorir að stíga fyrsta skrefið. Þar hefurðu það. Þannig að í næsta skipti sem þú stendur andspænis einhverjum sem þú vilt bregða á leik með, en ert ekki nógu viss um hug viðkomandi, getur þú brotið ísinn með að segja honum frá merkingu þessa skemmtilega orðs.

5 thoughts on “Mamihlapinatapai”

  1. já svei mér þá! Þakka þér fyrir upplýsingarnar. Þetta er ekki slæmur inngangur í daginn að hafa þessar upplýsingar á reiðum höndum. Nú get ég slegið um mig í kaffinu og jafnvel unnið mér inn vinsældir með þessu, takk enn og aftur.

  2. Ég fann upp orðið “mússatassi” þegar ég var skrakki í sandkassa og kom hlaupandi inn í bæ og hrópaði þar á allt og alla. Hei kallinn er mússatassi. Málið er að ég er engu nær hvorki þá ná síðar með þetta orð og ekki heldur þeir sem fengu þessar fréttir um þennan ótligreinda mann sem var mússatassi.

  3. Kærar þakkir fyrir þetta – það hafa komið þær stundir að ég hefði getað lent í botnlausum skemmtilegheitum – ef ég hefði getað stunið upp: “Mamihlapinatapai”!

Comments are closed.