Matar æðið

Hér í Kaupmannahöfn NV hafa heimilismenn tileinkað sér fúndementalískt kólesterólskert matarræði sem fer silkihönskum um munn, maga og ristil. Hægðirnar sem fara hér í klósettið eru svo mikilfenglegar og fallegar – og trúið mér hér er mikið kúkað – að herra Kelloggs hefði veitt okkur sérstök verðlaun væri ristillinn á honum ennþá starfandi. Eftir svínslegt matarræði yfir jólahátíðina, horfðum við á nokkrar heimildarmyndir um kólesteról, viðurstyggilega meðferð á dýrum, og matvælaiðnaðinn og ákváðum að dýr ættu ekkert erindi í gegnum meltingarveginn á okkur. Við gætum allt eins étið gæludýrin okkar, eða bara hvort annað. Við skiljum tildæmis ekki hvers vegna manninum þykir í lagi að éta hrossakjöt, en ekki hundakjöt? Heilsíðuauglýsingar Bónus á blóðugum niðursneiddum skrokkum, gæti þess vegna verið mannakjöt. Afhverju borðum við ekki bara hvort annað? Afhverju má ekki bara skella Afa inn í ofn eftir að hann er kominn yfir móðuna miklu? Honum er örugglega alveg sama!

Hvað um það. Eftir að við tókum upp þetta prýðilega matarræði, sem samanstendur af dýrindisgúmmilaði, sem bragðast svo vel og er svo spennandi að við varla tölum um nokkuð annað en hvað skal kokka næst og hvernig, þá hefur okkur liðið líka svona skínandi vel. Eftir máltið, er ekki úr okkur allur þróttur og við liggjum ekki afvelta með bumbuna út í loftið, jarmandi eins og mæðuveikar rollur. Nei, við erum Bylgju og Hemma Gunn hress. Spilum spil. Syngjum fagnaðarsöngva um lífið. Hugsum fallegar hugsanir, í þágu kærleiks og friðar.

Má segja að megin uppistaðan í fæði okkar sé hrátt grænmeti, og við því líklega u.þ.b 60% hráfæður. Ég og heitmey mín höfum meira að segja sótt hráfæðisstað hér í Köben, í allavega tvígang. Maturinn þar er rándýr, en andskoti góður. Kranavatn, eins ógeðslegt og það er hér í Danmörku kostar þar 10 dkr, sem gera um 230 krónur af verðlausum íslenskum. Ég læt hér fylgja með hráfæðisáróður frá þessum stað sem er mjög bjánalegur. Ætli maðurinn sem fann upp þessi rök, sitji á kaffihúsum allan liðlangan daginn, slái um sig og líði í jíhadinu sínu eins og hann sé gáfaður? Ég hugsa að ég borði aldrei þarna aftur! – það eru bara hálfvitar sem kaupa sér danskt skólp á 10 krónur.

4 thoughts on “Matar æðið”

  1. Ef orðið Jihad er notað í meginmáli veflóks og orðið “Bomb” í athugasemd þá er hætt við því að mennirnir í svörtu fötunum fari að hugsa sér til hreyfings. Og þeir borða sko ekkert hráfæði, get ég sagt þér.

  2. Ég veit ekki hvort er verra að borða dýrin eða borða matinn þeirra…..til að vera viss geri ég hvoru tveggja, reyndar líður mér ömurlega, en það er ekkert nýtt!

Comments are closed.