Nágrannar

“Grannar, allir þurfa góða granna, trallallallalallalla…..”

tva_douglas_dam_jack_hammer

Nágranni minn, karl yfir fimmtugt, á mikið af kraftmiklum verkfærum sem gefa frá sér allskonar andstyggðarhljóð. Í dag má heyra glakk, glakk, glakk, glakk í milljón vatta múrbrjót. Í gær, sagaði hann með hjólsög allan daginn. Ekki var hann að saga ektakvinnu sína í búta, því núna þessa stundina, þegar ég reyni að skrifa ólund mína í burtu, situr hún með vinkonum sínum út í garði og talar hátt og snjallt með reykmettaðri viskíröddu.

Stundum vildi ég að ég byggi út í sveit.

9 thoughts on “Nágrannar”

 1. Mér reiknast til að þú hafir kvartað undan nágrönnum þínum eða nánasta umhverfi allar götur síðan þú fluttir í þetta margrómaða póstnúmer sem þú þess á milli heldur ekki hlandi yfir.

  Það er kannski hluti af rómantíkinni við að búa þarna mitt í hringiðunni?

 2. Ég hef búið í þessu póstnúmeri síðan ég kom heim frá Ísrael, c.a 12 ár, fyrir utan þegar ég bjó upp í Skaftahlíð í mjög skamman tíma. Ég hugsa að ég uni mér best í afdölum, símalaus, og alveg úr kontakt við fólk. Fólk á það til að vera óþolandi; ég er þar engin undantekning, enda þoli ég sjálfan mig verst allra.

 3. Ég get huggað þig með því að þessu er svipað farið hérna upp í breiðholti, mínir nágrannar samanstanda af portúgala sem stendur í þeirri trú að dekkjageymsla hússins sé undir svefnherbergisglugganum mínum og fólki sem hefur umbreytt efri hæð hússins í fótsnyrtistofu, auk þess sem þau virðast hafa það að tómstundargamani að bora í veggi!

  Já svo er ég einmitt líka óþolandi

 4. Hugsið ykkur hvað Gísli á uppsölum hafði það gott. Stundum langar mig að lifa jafn afskekt og hann. Sérstaklega þegar maður heyrir frygðarveinin í parinu á hæðinni fyrir neðan. Svo er nú það.

 5. Nágranni minn á panflautudisk sem mig langar að saga í öreindir.

 6. Eigum við kannski að stofna með okkur samtök um fólk sem á ömurlega nágranna, Siggi þú mátt vera formaður, það verður að vera Formaður!

 7. Eitthvað segir mér að Gísli á Uppsölum hafi, í villtustu draumum sínum, búið á miðhæð í miðju-stigagangi a.m.k. 8 hæða fjölbýlishúss…

 8. Í nikótínfráhvörfum mínum í gærdag fauk í mig vegna sígarettureykstybbunni sem smeygði sér inn um framdyrnar hjá mér. Allir reykja í stigaganginum…nema ég (7,9,13).

 9. Nú jæja vinur sæll, ég nýkominn frá Thailandi. Við höfðum nú alltaf mætur á Svenna Wium þegar við fengum okkur lúr í hrútaherberginu. Sá maður kunni nú að handleika þesi verkfæri af mikilli snilld. Fólk á alltaf að gera það sem það gerir best. Þú í tölvunum og Svenni í handrunkinu:-)

Comments are closed.