No one cares like Colon Care

79572Þegar kona og karl — að því gefnu að þau sé þannig hneigð — hafa sérstaka velþóknun á hvoru öðru, handsala þau hrifningu sína með að ulla upp í hvort annað. Þessi gerningur hefur lítið með skynsemi að gera, því hvergi er að finna meira samansafn af illa innrættum bakteríum en í munninum. Hverjum datt þetta fyrst í hug? Var einhver frumkvöðull, eitthvað manngrey á þessum árum fyrir fæðingu frelsarans sem flaug í hug að gaman væri að prufa að klessa munninn sinn saman við annan munn og reka út úr sér tunguna. Er þetta hátterni kannski innbyggt í manneskjuna? Var það sjálfur Guð almáttugur, forritari manneskjunnar, sem ákvað að skrifa fall sem kveikir í manninum þrá til að beita sér á þennan hátt.

Að öðru, en alls ekki óskyldu máli. Ég komst að því að allar birgðir af Colon Care eru uppseldar í Apótekum landsins. Slagorðið: “No one cares like Colon Care” segir meira en allt orðagjálfrið sem kemur hér á eftir.

Þeir sem haft hafa hægðir jafnlengi og ég, vita að ekkert er fegurra en ristill sem er svo hreinn að hægt er að spegla sig í honum. Fyrir fyrstu ferð mína til Bandaríkjanna, sem var farin í nafni ástarinnar, tók ég hús á einum af meiri ristilsérfræðingum höfuðborgarsvæðisins. Ég gat bara ekki hugsað mér að fara til Bandaríkjanna með ristilinn allan útbíaðan.

Maður þessi varð snemma meðvitaður um að líkaminn er fullur af óæskilegri drullu sem hefur slæm áhrif á daglega líðan. “Þessi drulla þarf út með öllum tiltækum ráðum!” heyrði ég hann segja af miklum þunga. Sannfærður þáði ég spennandi seyð, sem hann hristi saman úr hinu ýmsasta glundri, þar á meðal Colon Care. Hann útskýrði fyrir mér virknina, og komst ég ekki hjá því að finna fyrir eftirvæntingu, ekki ólíkt þeirri sem fylgir því að prufa nýtt vímuefni. Ég átti von á að tæma ristilinn algerlega, í einni gífurlegri sprengingu, en varð fyrir vonbrigðum eins og með svo margt annað í þessari tilveru. En ég fann að galdraseyðurinn hafði góð áhrif á meltinguna, og flaug ég til Bandaríkjanna vel undirbúinn undir þarlent offitufæði. Ég hef síðan þá lagað Colon Care kokteila heima hjá mér eftir stífa sælgætis- og kolvetnisneyslu. En nú er kreppan skollin á og bærinn tómur. Baráttan er vonlaus þegar miðin eru dauð.

11 thoughts on “No one cares like Colon Care”

  1. Þessi lesning var næstum því eins og samræður á kaffistofu hjúkrunarheimilis. Jafnvel smekklegri.

  2. Milan Kundera hafði eftirfarandi um kúk að segja í Óbærilegum léttleika tilverunnar:

    “Civilization is a constant effort to cover up the fact that we shit, often smell bad, sooner or later decay and die. In a well-run modern city — even in its hospitals and funeral homes — all reminders of such unpleasantness (including the poor) are carefully hidden from view.”

    Ég átti því miður ekki íslensku þýðinguna.

  3. Menn segja að þú hafir ekki reynt neitt fyrr en þú hefur reynt phosphoral úthreinsun. Gæti kannski reynt að redda þér slíkri

  4. Það væri nú reglulega fallegt af þér Allý. Kæmir þú að hreinsuninni? Þú verandi svona áhugasöm um meltingarveginn.

  5. Er þér nokkuð voðalega umhugað um að halda fullkominni nýrnastarfsemi???

  6. Já. En þessa forritun að reka útstæðann líkamspart inn í holað líkamssvæði í aðra manneskju. ojbjakk

  7. Já, en skaparinn bjó til þá athöfn í ákveðnum tilgangi. Að stinga tungunni upp í einhvern annan, þjónar nákvæmlega engum tilgangi. Samt hugsa ég ekki um annað.

  8. Allt þjónar þetta ákveðnum tilgangi, að reka tunguna upp í aðra manneskju líka, hringdu í mig & ég skal útskýra þetta fyrir þér!

  9. Ég hef greinilega talað fyrir daufum eyrum um daginn.

    Í síðasta skipti!

    Hægðir og þvagfæri koma þér ekki á séns!

    Sem er margyfirlýst markmið tilveru þinnar.

    Elsku Siggi, vitnaðu frekar í Snorra S.

Comments are closed.