Of mikill frumkvöðull

stod2

Á meðan margur landinn á ekki fyrir mat, eða heilbrigðisþjónustu. Á meðan sjálfsmorð, sem rekja má til ástandsins, verða tíðari. Á meðan atvinnulausum fjölgar. – Er stærsta áhyggjuefni vina Björgólfs Thors Björgólfssonar, hversu mikill frumkvöðull hann er.

Á málefnalegri nótum langar mig að segja eftirfarandi: Étið skít!

Fagurt lundarfar mitt og æðruleysi vegur ekki þyngra en reiði mín í garð íslenskra fávita.

Samhengi:
Þann 31. mars 2009, mærði Stöð 2 Björgólf Thor í dagskrárlið sem heitir: Ísland í dag – Í nærmynd. Undir léttri lyftutónlist var farið í gegnum sögu hans, undir svipmyndum og rassa kyssingum vina. Einn vinurinn sagði, eftir að hafa talið upp ótal kosti, eins og hversu mikill tígur Björgólfur er í viðskiptum, fjölskyldugildi, líkamsrækt, hreysti og fleira í þessum dúr, að helsti gallinn við Björgólf er að hann er of mikill frumkvöðull.

3 thoughts on “Of mikill frumkvöðull”

  1. Sjónvarpsparið á myndinni hefur náð áður óþekktum staðli í jarðsambandsleysi. Tómleg heiðríkjan í augnaráðinu býður upp á endalausan fjarska – án fyrirstöðu.
    Ísland í lag, takk!

  2. Flott útlit hjá þér, nenni ekki að kommenta á þetta gelda skrautpar sem þú lætur svo lítið að skreyta síðuna þín með.

Comments are closed.