out of the races

Lagið sem ég hefði gjarnan viljað dansa við, hefði ég farið á dansiball um síðustu helgi. Illir og forpokraðir vættir komu í veg fyrir að ég léti loks verða af því að fara á Nasa og dansa sokkana af mér. Ekki að þetta lag sé spilað á Nasa, né nokkrum öðrum dansifyllerísgubbustöðum hér á Íslandinu góða.
Out of the races með The Rapture er eitt af mörgum væni- og geðhvarfasýkis lögum sem prýða títtumrædda Rules of Attraction. Atriðið sem er afskaplega eftirminnilegt, sýnir Paul hinn samkynhneigða ögra hómófóbíupabbastráknum Mitchell Allen, með ágengum dansi.

[MEDIA=140]

4 thoughts on “out of the races”

  1. Ég hefði dansað við… æi þú veist alveg hvað ég hefði dansað við og systir mín líka. Óþarfi að útvarpa lélegum danslagasmekk okkar systra á alnetinu.

    E.s. ég er að fara að gúgla og svoleiðis fyrst ég er á netinu.

  2. Ég gúglaði mikið í morgun, það var alveg ágætt. Sumir fara á hnén, ég gúgla hinsvegar. Þú veist hvernig þetta er, ef ekki þú þá hver?

  3. Ég gúglaði mikið í gærkvöldi – seint.
    Það var fróðlegt, ég fattaði margt…

    Syngist við lagið ,,Ég fargaði hryssu”

    …og botnaðu svo!!!

Comments are closed.