Piparlúði

Þegar ég fylgdist með viðureign lögreglu við trukkabílstjóra á síðasta ári fylltist ég hryllingi. Það var í fyrsta skipti í mótmælum hérlendis sem piparúða var beitt. Hver man ekki eftir: Gas! Gas! Gas! Ég held þó að enginn hafi notað þessa upphrópun í viðvörunarskyni eftir þessi mótmæli, enda aumingjans lögreglumanninum, sem öskraði sem hæst, upplóðað á jútjúb, þar sem þúsundir samlanda hans, ýmist hneyksluðust, eða gerðu grín að honum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég heyrði minnst á piparúða. Nú á nýju ári er piparúði orðinn ómissandi hluti af daglegu skemmtanalífi. Það liggur við að maður spreyi honum sjálfur á sig, áður en maður bregður undir sig betri fætinum og skellir sér niður í bæ. Hvað fleira ætli verði samdauna okkar þjóðfélagi á komandi mánuðum?

3 thoughts on “Piparlúði”

  1. Ég var að lesa mig í gegnum arkívurnar þínar og sá sæta vídeóið af Avraham nýkomnum á heimilið. Og aftur krossaði ég mig og saup hveljur yfir því hvað dýrin okkar eru lík. Og ætla að leyfa mér að senda þér link á vídeó sem þú gætir notað til að stríða Avraham. Til dæmis sona:

    SiggiSiggiBangBang: Heyrðu Avraham, komdu og sjáðu, það er vídeó af þér hérna á youtube þar sem þú liggur uppi í rúmi með svarti læðu að sleikja þig við afbakaða nýbylgju!

    Avraham: Fokk, ég man ekkert eftir þessu!

    http://www.youtube.com/watch?v=Krw3R9y3pHI

Comments are closed.