Utan vébanda

Fáir af þeim sem villast inn á þennan vef fyllast réttlátri reiði og hella úr skálum gremju sinnar í umkvörtunarkerfinu. Afhverju ætli það sé? Liggur í skrifum mínum og myndbandagerð, hversu óstöðugur persónuleiki ég er? Ég hef skrifað hugrenningar mínar á netið frá því 2002 og eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar sem hafa móðgast út í mig og lesið mér pistilinn. Þóttafullir moggabloggarar virðast halda sig innan vébanda moggabloggsins, en þar er hvorki vítt til veggja né hátt til lofts.

Já, Siggi minn, Moggabloggið er víða, ekki aðeins spítali, ekki aðeins höll, heldur mynstur ofið úr þráðum svo fínum að enginn greinir þá, hvorki keisarinn né börnin, hvorki ég né þú.

10 thoughts on “Utan vébanda”

  1. Nei, ég vil bara, eins og moggabloggararnir, vera elskaður. Ég vil ást! ást! ást! og alla gúddí gúddí efnafræðina sem ástin framleiðir.

  2. Þú veist að þú munt alltaf eiga þinn sérstaka sess í hjarta okkar er hingað sækjum, í þennan ástúðlega afgirta kærleiksreit óravíddanna.

    En varðandi indie-bloggið? Flokkast ég þá sem menópausal-Kalvínisti?

    Andaðu að þér ljósinu!

  3. Pjétur G.

    Alltaf skal níundi áratugurinn skína í gegnum mann! Ég á enn 14 pör af alveg ónotuðum herðapúðum sem ég þyrfti að losna við…

  4. Mér finnst sjálfum ekki smart þegar að menn eru sjálfir farnir að skilgreina sig og þykir það smart 😎

    Rakst annars í gegnum tengil á þætti á BBC3 sem að við ættum eiginlega að ráða okkur til Sigurður. Þeir gætu amk án vafa nýtt sér ritsmíðar hæfileika þína þáttunum til framdráttar.

    En eitt atriðið þarna minnti mig óneitanlega á títtnefnda hnakka færslu hér hjá þér um árið.

    http://www.youtube.com/watch?v=dk8xRiSuJIY

  5. Pétur – sá eini sem er með sítt að aftan í þessu máli ert þú sjálfur!

Comments are closed.