Bresk mynd um ástina

Hefði ég vitað að þessi mynd væri eftir höfund Bridget Jones’s Diary, þá hefði ég látið það eiga sig að horfa á hana. En ég var einmana og sorgmæddur í sálinni minni og þegar ég er þannig stemmdur þá er um þrennt að velja: hlusta á Leonard Cohen og skera sig, borða 5 lítra af ís, eða horfa á kvikmynd um ástina. Ég valdi það síðarnefnda, í þeirri von að geta fræðst lítillega um eftirlætis þráhyggju mannskepnunnar. Þrátt fyrir glæsilega leikara, þá tókst þessari mynd að vera ein af ömurlegri myndum sem ég hef ævinni minni séð. Flottasta mynd sem ég hef séð um ástveikina er: Closer. Fallvaltleiki tilverunnar er svo fallega sárpínlegur í þeirri mynd. Rétt eins og í veruleikanum.

Prumpukallaþus dagsins var um myndina Love actually, sem er óþverrri með þremur errum.

4 thoughts on “Bresk mynd um ástina”

  1. Hidden, secret, fourth option: hlusta á Tom Waits og skera sig

  2. Nei Sigurður, nú er úti um friðinn og samstöðuna sem þú baulaðir sjálfur að ríkti um skrif þín.
    Love Actually er yndisleg mynd og til þess fallin að gera vansælar sálir heilar á ný!!

  3. Ég hef skipt um skoðun Allý. Hún er óþverrrrri með fimm errum! Ögraðu mér ekki, ég á nóg til af errum.

Comments are closed.