Viðurstyggilegur tónlistarsmekkur

shining3.jpgMaðurinn sem deilir með mér skrifstofu er með ógeðslegan tónlistarsmekk. Meðan ég auðga anda hans með Bob Dylan, David Bowie, Jefferson Airplane, Coco Rosie, Pixies, Cat Power, brýtur hann mig á bak aftur með endurtekinni spilun á drullukuntunni henni Enyu, Enigma, U2 og einhverjum spænskum vælukjóum sem ég til allrar guðs blessunar kann ekki nafn á.

Nú, get ég ekki haldið stillingu minni lengur – ég ræðst á hann með exi.

14 thoughts on “Viðurstyggilegur tónlistarsmekkur”

 1. “Menn sem skilgreina sjálfan sig sem bad boy, eru alltaf í andstöðu við meðbræður sína. Þeir vilja halda fólki í hæfilegri fjarlægð, og kappkosta að láta samfélagið halda að þeir séu líklegir til miskaverka.”

 2. Ég er ekki bad boy, þó ég þoli ekki að hlusta á Enigma og bregð á það ráð að höggva fólk með exi.

 3. Samhryggist þér innilega!
  En hér eru 2 myndbönd með geðveika snillingnum Daniel Johnston. Þú getur huggað þig við að hafa uppgötvað nýjan snilling…..

 4. …ég geri ráð fyrir að umræddur maður sé ekki einn af þínum dyggustu lesendum.

  Hér áður fyrr voru menn dæmdir sekir skógarmenn fyrir minni sakir en að draga dár að kynlífsvenjum nágranna sinna og vera fyndnir á kostnað tónlistarsmekks samstarfsmanna sinna.

  Eru virkilega til karlmenn sem hlusta á Emju?
  Er hann með brjóst?

 5. voða ertu forneskjuleg Linda, nú á dögum metrosexjúalisma og almenns frjálslyndis þykir ekkert athugavert við að fullþroska karlmenn sem eru jafnframt í fullri vissu um kynhneigð sína hlusti á tónlist líka þeirri sem Siggi svo fjandsamlega tíundar hér í óumburðarlyndi sínu.

  Hvar er allt þetta guðlega umburðarlyndi sem flugmenn og aðrir háttsettir meðlimir samtaka iðnaðarins hafa í óeigingirni sinni reynt að boða yður?

  Gengi mannlegra dyggða þykir mér ansi lágt hér á þessu annars ágæta vefsetri og mætti kannski segja sem svo að það væri í frjálsu falli eins og krónan okkar litla og sæta!

 6. Mannlegar dyggðir – mæ ass!

  Hvar hefur þú alið manninn væni?

  Hvenær varðst þú síðast var við mannlegar dyggðir á frjálsum markaði?

 7. Eðli málsins samkvæmt lúta ofangreindar dyggðir ekki lögmálum markaðshyggjunar svo þær ganga ekki svo ég viti kaupum og sölum, en jú ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga talsvert samneyti við dyggðum prýdda meðbræður mína.

 8. Við búum ekki við sama hagkerfi!

  Ég er farin að hallast að þvi að maggabest hafi rétt fyrir sérvarðandi hippaóværuna.

  Sakleysi flokkast undir dyggð? Sannleikurinn líka? Og svo trúnaður?
  Svo má tutla til ýmislegt fleira sem flokkaðist fyrrum undir mannlegar dyggðir en má nú útvega sér fyrir markaðsverð. En auðvitað er alltaf eitthvað í einkaeign.

  En ég dreg ekki í efa að þú sért góður drengur.

  Siggi minn – nú er ég aftur farin að dylgjast! Ég verða að setja upp lambskinnslúffurnar og reyna að halda aftur af mér.

 9. Spurning er -hefur hann gaman af því að teabagga taktfast meðan hann blastar Enyu í botni?

  Hann er með pung. Það vitum við.

 10. ég sé mig knúinn til að toppa herbergisfélaga sigga og blasta Richard Cheese á morgun.

Comments are closed.