Alþjóðlegir móðurríðarar

imf

Hvað þýðir “internasjónal” pabbi? spurði dóttir mín, er við brunuðum á Opel bifreið minni eftir Kleppsveginum. “Alþjóðlegt, eða Alþjóðlegir ” sagði ég með föðurlegri og djúpri viskurödd. “Internasjónal Moðer Fokkers, væri þá – Alþjóðlegt…. Mömmu…. ?” hana setti hljóða, meðan hún reyndi að pússla saman orðunum í höfði sér. Án þess að beinlínis vilja það, heyrði ég sjálfa mig segja hátt og snjallt: “Alþjóðlegir móðurríðarar” og um leið og ég sleppti orðinu óskaði ég sjálfum mér norður í rassaborugat, þar sem orðljótir pabbar eru grillaðir í húminu af gráðugum Sjálfstæðismönnum.

11 thoughts on “Alþjóðlegir móðurríðarar”

  1. tsjaaa… Þetta hljómar eins og minniháttar smán (ef þá nokkur) sem er nú langt í frá – og á nokkurn hátt – sambærileg þeirra gráðugra Sjálfstæðismanna.

    Eigum við ekki bara að vona að þetta hafi verið einstakt atvik og láta það gott heita?

  2. Bæjarmelurinn sem keypti inn fyrir strætó? Var hann ekki alltaf að maka sinn krók? Helvítis melurinn!

  3. Já bölvaður melurinn. Og svo var hinn melurinn með Space Wagoninn á gryfjunni. Ég veit varla hvor var meiri melur.

Comments are closed.