American Airlines

Ekki er nóg að andlegur maður beri sig vel og sé snyrtilega klæddur. Hann þarf líka að hljóma eins og hann gangi erinda guðs. Einu sinni átti ég hlut í American Airlines og sótti stjórnarfundi hjá því ágæta fyrirtæki. Þeir sem til þekkja vita að American Airlines, er ekki bara risastórt flugfélag, heldur líka samfélag manna sem náð hafa framúrskarandi árangri á andlega sviðinu.

Mér þótti alltaf svolítið skrítið að heyra hvernig hljómurinn í nýjum hluthöfum breyttist þegar þeim fannst þeir komast í aðeins meira návígi við almættið, en við hin. Ég heyri þennan sama hljóm, ef ég slysast til að opna fyrir útvarpið upp úr 11 á sunnudagsmorgni , nema rödd þess er þar talar nýtur oftast hljómburðar kirkjubygginga, meðan rödd hluthafans andlega í American Airlines virðist vera með þennan bergmálandi hljóm innbyggðan. Gunnar á Krossinum, er gott dæmi um mann sem hljómar guðlega. Það er engu líkara en að röddin bergmáli í iðrum hans. Hljómfögur með eindæmum. Ætli Jesú hafi hljómað svona guðlega?

Ég hef reynt eitt og annað í andlegum málum, og tel mig vera andlega þenkjandi milli þess sem ég ráfa um götur borgarinnar tautandi fyrir munni mér: Drepa, drepa, drepa – en aldrei hef ég tekið eftir að rödd mín næði þessum hæðum. Ég man eftir að það var flokkur manna innan American Airlines, og allir honum tilheyrandi virtust vera með þennan guðlega tón. Einn þeirra varð svo guðlegur að hann fór í Háskólann til að læra að vera prestur. Ætli menn sem trúa nógu heitt á Gvuð, fái þennan tón í kaupbæti frá almættinu?

Leggðu því vel við hlustir næst þegar þú fyrirhittir einhvern sem hljómar guðlega, því þar fer líklega helgur maður og helgir menn kúka ekki.

6 thoughts on “American Airlines”

  1. Hvað fékkstu fyrir hlutinn? Ég frétti nebblega að FL Group (nú Stoðir) hafi skíttapað á þessu

  2. … heldur líka samfélag manna sem náð hafa framúrskarandi árangri á andlega sviðinu.

    á þetta ekki að vera samfélag manna sem eru gersamlega þroskaheftir og með krónískan niðurgang á andlega sviðinu ?

  3. Það var það sem hann sagði. Krónískur niðurgangur er skref uppávið fyrir þennan hóp

  4. já.fyndið. ég er einmitt með niðurgang. Er líklega helvítis 4.mg nikótíntyggjóið sem ég tygg alltof hratt.

Comments are closed.