Moggaknús

Mannskepnunni þykir gott að knúsa aðrar mannskepnur og að láta aðrar mannskepnur knúsa sig. Við þessa athöfn verða til gúddí gúddí efnasamskipti í líkamsstarfsemi þeirra sem að knúsinu standa. Núna á ögurtímum í íslensku þjóðfélagi, þegar líkaminn framleiðir lítið sem ekkert af gúddí gúddí efnum, er mikilvægt að knúsast eins og móðurríðarar. Hvert sem augað eygir, má sjá fólk leggja stund á knús. Í stórmörkuðum, úti á götu, á kaffistofunni, eða bara heima í hlaði – allir eru að knúsast.

En nú þurfa moggabloggarar, til allrar guðs blessunar, ekki að fara út fyrir hússins dyr til að knúsa hvorn annan, því netdeild morgunblaðsins – sömu frumkvöðlar og færðu okkur hið vinsæla moggablogg – hafa bætt við þartilgerðum knúsmöguleika, sem gerir moggabloggurum kleift að knúsa aðra skráða moggabloggara. Þessi nýjung var kunngerð fyrst í dag, og alveg er ég viss um að moggabloggarar hafi sameinast í stórfelldu hópknúsi sem ekki er séð fyrir endann á.

Dagurinn sem hægt verður að ríða bloggvinum sínum með því að smella á takka, er dagurinn sem ég hætti að þusa einn út í horni og skrái mig á moggabloggið.

10 thoughts on “Moggaknús”

  1. Tja ef þú hefur þessar upplýsingar á takteinum sem ég veit að voru einungis sendar í tölvupósti til moggabloggara, hlýtur þú nú þegar að vera skráður moggabloggari?

  2. Nú skaut ég mig aldeilis í fótinn Pjétur. Ég hefði mátt sjá þetta fyrir, vitandi að það er alveg útilokað að fólk áframsendi, bloggi um eða ræði tölvupósta.

  3. Það birtist nú bara heillöng “frétt” á mbl.is í gær eða fyrradag um hinn nýja knúsmöguleika bloggsins.

Comments are closed.