SiggiSiggiBangBang

Enginn heima

May
30

Laugardagstrítið:

[media id=215 width=520 height=390]

Angelo Badalamenti um Twin Peaks

Mar
25

[media id=208 width=520 height=306]

Það er eitthvað liðið síðan ég bauð upp á trít. Hér segir Angelo Badalamenti frá því hvernig hann og David Lynch unnu saman að tónlistinni fyrir Twin Peaks. Mjög heillandi saga.

Súr fnykur dyggðarinnar

Sep
11

Það er orðið svolítið síðan ég vitnaði í Biflíuna mína. Senan og atriðið hér að neðan voru í miklu uppáhaldi hjá okkur Tvídrangabuffunum.

Uppátækjasami grallarinn og lífskúnstnerinn Windom Earle býður hressu ungmenni til gildis í litla huggulega sumarkofanum sínum. Hið hressa ungmenni sem við skulum kalla Dude, elskar að drekka bjór og skemmta sér. Hann er flippaður og alltaf til í partí.

Fyrr í senunni telur Dude hann eiga heimtingu á meiri bjór, þrátt fyrir að vera orðinn andskoti slompaður. Hann hefur meira að segja orð á því sjálfur þegar hann tilkynnir viðstöddum hátíðlega: Ég er haugfullur, eða “I’m pumped” eins og hann orðar það svo snilldarlega.
Hann er þó örlítið vonsvikinn og lætur óánægju sína í ljós. Honum finnst hann hafa keypt köttinn í sekknum þegar hann þáði heimboðið af Earle. Hann hélt að hann væri á leiðinni í brjálað partí fullt af viljugum kvenpening. Hann er hinsvegar bara einn í gleðskapnum með vangefnum manni í rauðskræpóttum náttslopp og Earle sem talar tóma vitleysu.

Earle dundar sér við að steypa Dude inn í stóran skúlptúr sem líkist skákpeði. Á meðan kaffærir hann honum í ægilegum orðskrúð. Dude botnar ekki neitt í neinu, enda borderline hálfviti, sem lifir einungis fyrir munn og maga.

Mónólókur Windom Earle: Einu sinni, endur fyrir löngu var mikill gleði- og gæðastaður kallaður Hvíta Sel. Hindir skoppuðu meðal hamingjusamra skríkjandi anda. Hljómur sakleysis og hláturs fyllti andrúmsloftið. Þegar rigndi, rigndi sætum hunangslegi sem lamaði hjartað af þrá til að lifa lífinu í sannleika og fegurð. Almennt talað skelfilegur staður, mettaður súrum fnyk dyggðarinnar, úttroðinn hvísluðum bænum knékrjúpandi mæðra, kjökrandi nýburum, og fíflum þvinguðum til að vinna góðverk án ástæðu.
En það gleður mig að hafa orð á, að saga okkar endar ekki á þessum öfgafulla sykursæta stað. Því það fyrirfinnst annar staður, sem býr yfir óhugsanlegum mætti, fullur af myrkri og illkvittnislegum leyndarmálum. Enginn bænheitur dirfist inn í þetta mynni óttans. Vættir þar kæra sig kollótta um góðgjörðir og kirkjunnar særingar. Þeir eru allt eins líklegir að bjóða þig glaðbeittir góðan daginn meðan þeir tæta holdið af beinum þér. Og ef beislaðir, þessir vættir, þetta hulda land óbældra skelfingarópa og brostinna hjarta, opnast fyrir kraft, svo gífurlegan, að sá semm hann öðlaðist væri mögulegt að endurskrifa heiminn eftir eigin höfði. Þessi staður sem ég tala um, er þekktur sem Svarta Sel. Og ég hef í hyggju að finna hann.

Dude er hrifinn af sögunni, en vill meiri bjór. Maðurinn í skræpótta sloppnum gefur honum að súpa á bjórflösku. Earle tekur fram lásaboga.

[MEDIA=177]

Ruggandi, bakatil í hjarta mínu

Aug
09
[MEDIA=169]

Hér er svo trít úr Iðnvæddri Symfóníu Númer 1 eftir David Lynch, Angelo Badalamenti og Julee Cruise, ásamt nýjum og skemmtilegum fróðleik sem ég fann þegar ég las um þetta verk: Blikkandi ljós, eitt af mörgum vörumerkjum David Lynch, tákna nánast alltaf kaflaskipti eða óvænta stefnu í söguþræði.

Þetta vissi ég ekki.

Jimmy Scott

Apr
29
[MEDIA=129]

Hinn þjóðsagnakenndi og jafnframt gullfallegi Jimmy Scott skemmtir gestum meðan þeir bíða eftir að þeim sé sinnt.

Þessi færsla er flokkuð undir flokknum:trít.

Eldur gakk með mér

Apr
23
[MEDIA=124]

Lokaatriðið í Eldur gakk með mér er hjartnæmt. Dale Cooper og Laura Palmer, undir angurværri tónlist Angelo Badalamenti, virðast sátt við sín hlutskipti: Laura Palmer dauð og doppelganger(tvífari samkvæmt þýskri þjóðsögu) Dale Cooper gengur laus í mannheimum. Sorg og sálarfriður. David Lynch hefur verið hrifinn af englum á þessum tíma, því engill kemur einnig við sögu í lokaatriði Wild at heart. Var það kannski huldukona?

Skrifaðar hafa verið ritgerðir og bækur um þetta listaverk sem olli byltingu í sjónvarpsdagskrárgerð. Í kvöld hefi ég einmitt fest fé í Full of Secrets: Critical Approaches to “Twin Peaks” (Contemporary Film & Television). Ég hef þar áður lesið bæði Secret diary of Laura Palmer og The Autobiography of FBI Special Agent Dale Cooper.
Svo er ég að vona að ég komist í Tvídrangaferðina mína í haust. Henni frestaði ég af praktískum ástæðum.

Einhverjum gæti dottið í hug að ég eigi mér ekkert líf, og sá hinn sami hefði rétt fyrir sér.

J’ai une âme solitaire.

Mar
22

Ég sat á Sólon Islandus fyrr í dag. Ég hef reyndar setið á einum þremur kaffihúsum í dag, sem er nokkuð mikið afrek fyrir mig á einum degi. Með mér var fólk, sem Gvuð hefur vandað sig alveg sérstaklega við að búa til. Þegar ég hugsa það, þá eru langflestir af þeim sem ég á samskipti við með fallegt hjartalag, nema kannski ________, sem er viðurstyggilegur viðbjóður.

Nema hvað, þarna sat ég á Sólon, og spjallaði við þessa vini mína, sem mér þykir, eins og fyrr segir – mikið til koma. Eitthvað var af efasemdum og depurð í hjarta mínu og þegar þannig er ástatt fyrir mér, panta ég mér mat, sem ég nota til að spartla í holuna í sálarlífi mínu. Fyrir valinu varð Minastrone súpa, afgreidd af þjónustukonu með afskaplega lögulegt nef, en ég er einmitt mikill áhugamaður um nef, og þá sér í lagi miðjarðarhafsnef, – sem eru með þeim glæsilegustu.

Inn kemur maður, sem ég sé stundum ganga göturnar. Hann er ekki fyllikall, heldur aðeins öðruvísi, en við hin, sem þykjumst vera svo heilbrigð í samanburði. Hann horfir yfir salinn, fórnar höndum og segir með hljómfagurri röddu, þannig að það fór ekki fram hjá neinum: Ég er einmana! Hann horfir spurnaraugum á gestina, og lætur hendurnar síga, eins og hann langi til að spyrja: Er ykkur alveg sama? Ég muldra: Þú ert ekki einn um það! Ég veit ekki hvort hann hafi heyrt til mín, eða hvort hann hafi veitt mér einhverja athygli, en áður en nokkur hafði tóm til að bregðast við, var hann á brott.

Eins og svo oft, þegar eitthvað undursamlegt gerist, kemur mér til hugar Biflían mín: Twin Peaks.

Harold Smith er haldinn hryllilegum fólksótta, sem er þess valdandi að hann fer aldrei út úr húsi. Laura Palmer vinnur fyrir heimsendingarþjónustu sem heitir Meals on Wheels, og er Harold Smith einn af þeim sem kaupir heimsendan mat. Laura finnur fljótt að henni stendur engin ógn af Harold, sem sjálfur er hræddur við allt og alla. Hún fer því smátt og smátt að treysta honum, og með þeim tekst vinskapur. Þegar Laura, finnst svo dáin í fjörunni, upplifir Harold þá mestu einmanakennd sem þjakað getur eina sál. Hann lýkur sínu lífi og skilur eftir miða, sem á stendur “J’ai une âme solitaire.”

[MEDIA=119]

Það sem gerðist svo á öðru kaffihúsi, seinna sama daga, er mér hulin ráðgáta. Lífið er mikið ævintýri.

E.S.
En það rangt munað hjá mér. Harold Smith var ekki með Social Phobia, heldur er hann með það sem kallast Agoraphobia, en það er hræðsla við að fá “panic attack”, á stöðum þar sem engrar undankomu er auðið. Þetta verður oft til að sá sem er haldinn þessari röskun, víkur ekki úr öryggi heimilis síns.

Og eftir að hafa rifjað aðeins betur upp þessa persónu, þá kemur í ljós að hann drepur sig ekki alveg beint í kjölfarið á dauða Laura Palmer, heldur verða svik Donna Hayward, til þess að hann fær nóg af okkar tilveru.

harold_smith.jpg

Hér er svo mynd af Harold og Donna.

Garland Briggs

Dec
21
[MEDIA=96]

Garland Briggs sem festur er á skotskífuna á lokaorðin á þessum sögulega degi.

Gordon Cole

Oct
08

Ég var staddur í gleðskap um daginn, þegar góðvinur minn fór að sleikja smettið á sinni heittelskuðu. Við sem sleikjum aldrei smettið á einum né neinum, né erum sleikt, varð um og ó yfir þessum kynferðislegu tilburðum. Hneykslanin og viðbjóðurinn gerði það að verkum að við gleymdum öllu því góða og fallega sem við höfum numið af andlegum risum Samtaka Iðnaðarins; umburðarlyndið og kærileikurinn hurfu sem dögg fyrir sólu. “Viljið þið ekki bara halda hér kynlífssjóv,” hreytti einhver út úr sér. Góðvinur minn, sem ekki er hrifinn af því að láta í minni pokann fyrir almenningsáliti svaraði rogginn eitthvað á þessa leið: “Takið vel eftir því nú endurtökum við atlotin,” sem þau og gerðu.

Tilsvar og háttalag vinar míns fékk mig til að hugsa um atriði úr biblíunni minni Twin Peaks. Í atriðinu sitja Gordon Cole, yfirmaður FBI, Dale Cooper, Shelly Johnsons og Annie Blackburn sbr. “Who’s Annie.” Gordon Cole er leikinn af átrúnaðargoðinu David Lynch. David Lynch elska ég og dái það mikið að ég væri til í að kveikja í mér á Texas búgarði ef hann væri talsmaður þess athæfis.

Gordon Cole er nánast alveg heyrnarlaus. Hann heyrir illa í sjálfum sér og öskrar þess vegna allt sem hann segir. Þegar hann kemur fyrst til Twin Peaks, fær hann sér kaffi og pæ á Double R diner með vini sínum og undirmanni Dale Cooper. Hann hittir þar fyrir Shelly Johnson og kemst að því sér til mikillar undrunar að þó hann heyri svo til ekki neitt í neinum, þá heyrir hann fullkomlega í henni. Hann verður samstundis hugfangin af henni. Í atriðinu ákveður Gordon Cole formlega að tími sé kominn til að fara í sleik við Shelley, hann er truflaður í miðjum klíðum af ungæðislegum kærasta hennar, sem fettir fingur út í athæfið. Gordon Cole, lætur sér fátt um finnast og útskýrir af mikilli yfirvegun fyrir kærastanum hvað sé um að vera.

[MEDIA=30]

Að vera sí og æ í sleik, er viðbjóður. Fólk sem fer í sleik í public, eru ekkert nema firrtar skepnur sem á að lóga án tafar.

Benjamin Horne

Sep
26

Mest sótta myndin í kvikmyndahúsum á Íslandi þessa helgina var I Now Pronounce You Chuck and Larry. Þetta gerist einmitt á þeim tíma sem ég er markvisst að reyna að láta af fordómum og mannfyrirlitningu.

Eins og oft áður, kemur mér til hugar eftirlætisatriði úr biblíunni minni Twin Peaks.

Benjamin Horne er óþokki sem stundar kaupsýslu í Twin Peaks. Röð óheppilegra atvika verða til þess að hann fær taugaáfall. Þegar hann nær heilsu, vaknar með honum sterk löngun til að verða að betri manni. Hann hættir að reykja feita kaupsýsluvindla og fer þess í stað að maula gulrætur. Hann gerist umhverfissinni og leitast við að gagnast samfélaginu. Oftar en ekki, reynir verulega á góðmennsku Ben. Prýðilegt dæmi um það, er þegar Richard Tremayne teprulegur starfsmaður úr herrafatadeild kemur að máli við Ben. Hann óskar eftir miskabótum fyrir ótrúlega hallærislegt vinnuslys, sem hann varð fyrir þegar hann starfaði fyrir herra Horne.

Atriðið telur, 58 sekúndur af lífi, þeirra sem styðja á afspilunarhnappinn. Endirinn á atriðinu, er nokkuð lýsandi fyrir undirritaðan þegar hann reynir eftir fremsta megni að elska meðbræður sína, þó svo að þeir eigi það í flestum tilfellum ekki skilið.

[MEDIA=27]

Let’s rock

Mar
13

Í tilefni af fyrirhugaðri pílagrímsferð minni til Twin Peaks.

[MEDIA=151]