Íslenskir durgar

Hið ylhýra fallega móðurmál er þessa daganna mestmegnis notað í að tjá leiðindi, og þá alveg án þess að stuðst sé við fegurri orð íslenskrar tungu sem eru: kúkur og rass, enda það orð sem hinir svokölluðu páverbloggarar forðast að nota af ótta við að þeir þyki ekki nógu málefnalegir.

Reglulega gaman væri að taka saman ólund samlanda minna í rituðu máli og athuga hversu mikið hún vegur í gigabætum. Gigabæt af texta er óhemjumikið af fúkyrðum. Sem fyrri daginn er google leitarvélin, góð í að taka púlsinn á Jóni og Gunnu. Eitt leitarorð umfram öll önnur, stendur ekki fyrir neitt nema tæra ómengaða angist, reiði og brostnar vonir og er það orðið: icesave, en það skilar 89,300 niðurstöðum á blog.is, sem er mekka óhamingjunnar. Á eyjunni kemur orðið fyrir 14,500 sinnum, og ef leitað er á öllum vefsíðum sem hafa punktur is endingu, þá telja niðurstöður 406,000 síður. Já, það ætti að vera regulega gaman að lesa sig í gegnum það og aldrei að vita nema ég noti sumafríið til þess. Til gamans má geta þá kemur orðið rass fyrir á 66,200 síðum og kúkur 18,400.

Annars átti þessi pistill upphaflega að vera um íslenska durga, en sá efniviður bíður betri tíma.

3 thoughts on “Íslenskir durgar”

  1. Síðan þetta var skrifað, hafa bæst við um 50 þúsund niðurstöður fyrir icesave þegar leitað er á lénum með punktur is endingu. Já, lífið á punktur is er skemmtilegt þessa daganna.

Comments are closed.