Kaffibaunir

Ég hef með öllum ráðum reynt að fá hana Þórkötlu mína til að éta kaffibaunir sem ég keypti fyrir slikk. Ég hef það nefnilega fyrir víst að úr kattaskít verði fínasta uppáhelling. En mikið helvíti er kvikindið dyntótt.

Ég er ekki frá því að Þórkatla sé eigingjarnasti kötturinn í öllum Þingholtunum.

8 thoughts on “Kaffibaunir”

  1. Engin furða þó kattaranginn sé búin að útvega sér stuðningsfjölskyldu(r)!

    Mér er skapi næst að siga stórreykingakonunni á þig!

  2. þú þarft ekkert að láta köttinn éta kaffibaunir. Það er nóg að nota úr honum skítinn til að hella uppá.

  3. “Dogs have owners, cats have staff”. Helltu uppá gott expressó fyrir hana, ég er viss um að hún drekkur það (spurning samt hvernig það nýtist þér). Hún fer ekki að éta kaffibaunir til að þóknast þér, er hún ekki hefðarköttur?

Comments are closed.