Mary Poppins og lyfjafíkn

[MEDIA=153]

Einu sinni át ég reiðinnar býsn af pillum í öllum regnbogans litum. Það þótti mér prýðilegt. Ég átti pillur við öll tækifæri: ef ég var leiður, ef ég var reiður, ef ég var hress, ef ég var að fara á ættarmót, ef ég dansaði diskó, ef ég fór í skóla, ef ég hætti í skóla, ef ég fór til útlanda – sama á hvaða vígstöðvum ég þurfti að standa mig(eða ekki), alltaf var til pilla eða skammtastærð sem gerðu mig að hæfari ræðara í lífsins ólgusjó. Færustu sérfræðingar í heilsugeiranum aðstoðuðu mig í að éta mig í gegnum nokkur bindi af eftirlætis bók þeirra tíma: lyfjabókinni – þar til einn daginn fannst mér ég vera fullmettur og sagði skilið við lyfjaða tilveru mína. Ákaflega velviljað fólk hjálpaði mér í gegnum mestu erfiðleikanna, með að skófla í mig fleiri pillum – en þegar á leið urðu skammtarnir minni, þangað til á endanum stóð ég uppi berstrípaður. Sveittur og skjálfandi söng ég: “a spoon full of sugar, helps the medicine go down.”

Það þarf enginn að halda aftur af sér í söng, því með myndbandinu fylgir lagatexti. Allir saman nú!

13 thoughts on “Mary Poppins og lyfjafíkn”

  1. Mary er augljóslega á trippi og það sem verra er hún er búin að dópa aumingja börnin, þvílíkur hryllingur.

    Ó mig auman

  2. Er ykkur ekkert heilagt?

    Eitt er að öfundast útí nágranna sína fyrir að lifa kynlífi – en að míga yfir Mary Poppins er allt, allt annað!

  3. Ég ólst upp með þessari prýðiskonu og hef ekki beitt þvagfærunum á hana, hvorki fyrr né seinna. Þú ert farin að hljóma eins og móðursjúkur mogglingur!

  4. Það að taka ekki upp hanskann fyrir Jane og Michael Banks, þegar vegið er að mannorði þeirra á þinni bloggsíðu, jafngildir krónískum þvagleka í þeirra garð!

  5. Mér sýnist á ofanskráðu að það sé tiltölulega skammgóður vermir.

    En þú framkallar örugglega í vel loftræstu?

  6. Reynið að syngja þessa ólund úr ykkur, annars klikkast ég. Já, heyrið þið orð mín og takið nótis.

  7. Aðfinnslur – það er frábært orð yfir komment.

    Góðar kveðjur frá B.

  8. Enn og aftur Sigurður eru það skrifin mín sem veita mér mestu gleði dagsins.
    Og það er vel meint þrátt fyrir að dagurinn minn hafi farið fram inni á daunillri lesstofu að læra stökkbreytingar í krabbameinum

  9. En fallegt af þér að segja. 🙂 Mér finnst sömuleiðis gaman að lesa þig, nema þegar þú skrifar um fótbolta, þá garga ég.

  10. Já, og svo fer það fyrir brjóstið á mér þegar þú póstar myndum af þér allsberri í heitri kerlaug. Ekki misskilja mig, það er ekkert að þér líkamlega, þú ert heltönuð og útúrmössuð og allt það, ég hef bara aldrei skilið þessa netstrípiþörf.

Comments are closed.