Nafnakall í gehinom

Að stíga léttan dans á jarðsprengjusvæði er eftirlætis nálgun mín við að lifa þessu lífi. Oftar en ekki kallar einhver velviljaður til mín: Sigurður minn, viltu ekki heldur hrista á þér skankana á hunangsakrinum þarna við hliðina á. Hunangsakur??? Ég hræki rafgeymasýru í augun á viðkomandi. Fullur af fyrirlitningu, þreyttur, lúinn, í köldum heimi garga ég tímamótaóhroða. Ég verð að finna fyrir því að ég sé á lífi og það gerist ekki ef ég er að stunda kynvillu á einhverjum helvítis hunangsakri.

8 thoughts on “Nafnakall í gehinom”

  1. það má stunda kynvilluna á jarðsprengjusvæði og nota rafgeymasýruna sem sleipiefni, ég hef áræðanlegar heimildir fyrir því að það sé hreint prýðilegt.

  2. …ótvíræð áhrif Jane Austen. Hvað hafið þið í árstekjur,drengir mínir?

  3. Þetta er bara of fallegt,ég mundi tárast hefði ég sál.

Comments are closed.