SiggiSiggiBangBang

Blaðberabíó

Jan
18
[MEDIA=102]

Ég heyrði þetta lag fyrst í blaðberabíói, þegar ég var krakki. Þeir krakkar sem báru út Þjóðviljann heitinn, fengu vikulega senda bíómiða í Regnbogann, þar sem sýndar voru æsispennandi krakkamyndir á borð við Sinbað sæfara, 20.000 League under the sea, Töfragarðinn, ásamt fleiri titlum sem festust mér ekki í minni. Á undan einni sýningunni heyrði ég Life on Mars spilað meðan við krakkarnir vorum að koma okkur fyrir í sætunum. Þótti mér lagið undursamlegt; svo dulúðlegt, hlaðið óskiljanleika lífsins. Ég hef verið um 10 ára aldurinn og vissi ekkert hver David Bowie var.

Lagið kemur svo aftur við sögu 10 árum seinna, þegar ég og snjallasti vinur minn á þeim tíma marineruðum í fjölbreyttu menningargúmmilaði í húsi að Hlíðarvegi 1 í Kópavogi. Húsið var ekki af þessum heimi, enda spilar það helsúra rullu í svokölluðu Dauðatafli, undir videoverk hér til vinstri.

Hvar ertu nú?

Dec
22
[MEDIA=97]

Þetta æðisgengilega lag Gunnars læknis bergmálar í hausnum á mér. Þess ber að geta að mér og mínum vinum finnst Óttar Proppé kynþokkafyllstur allra karlmanna á Íslandi; Megas fylgir honum fast á eftir.

Nef dagsins

Dec
02
[MEDIA=54]

Ég hef verið aðdáandi PJ Harvey síðan ég heyrði Rid Of Me. Því í ósköpunum er enginn búinn að ferja hana hingað til tónleikahalds í rassaborugati alheimsins?

Þeir sem mig þekkja, vita að ég er mikill áhugamaður um nef. Ég veit ekki því í ósköpunum ég er svona hrifinn af stórnefja kvenfólki. Hvaðan sá áhugi er uppurinn, kann ég enga skýringu á. Einhvern meginn finnst mér samt eins og hann hafi kveiknað eftir veru mína í Ísrael og tel ég ekki ólíklegt að hann hafi eitthvað með tíu ára þráhyggjuna að gera.

Þetta er til vandræða á mannamótum, þar sem ég sit með karlmannlegum vinum mínum og án nokkurs fyrirvara hverfur athygli mín í eitthvað nef sem á þar leið hjá. Vinum mínum verður þá spurn, hvort ég hafi komið auga á nef. Eins ef svo vill til að ég sit til borðs með kvenmanni sem samkvæmt mínum útreikningum hefur sérstaklega fallegt nef og ég gerist svo djarfur að skjalla nef viðkomandi, þá er ég í flestum tilfellum útlistaður sem sérstaklega einkennilegt eintak af manneskju; mér er fyrirmunað að skilja afhverju, þar sem áhugi minn á nefjum er af hjartahreinum toga. Til er svokallaður nef-fetish, en fetish hefur yfirleitt eitthvað með kynlífshegðan að gera og áhugi minn á nefjum er ekki af kynferðislegum toga. Hvar hafa nef gærdagsins, lit sínum glatað?

PJ Harvey er með eitt það glæsilegasta nef, sem ég hef séð. Nýjasta platan hennar White Chalk er að mínum mati eitt besta verk hennar síðan To Bring You My Love.

In heaven

Nov
06

Í dag er mikill gleðidagur og af því tilefni vill ég gera aðgengilegt hér á vefsetri mínu eitt af mínum eftirlætislögum: In Heaven.

[MEDIA=41]

Upprunaleg útgáfa var samin og flutt af Peter Ivers sérstaklega fyrir myndina Eraserhead eftir títtumrædda perlu allra tíma: David Lynch. Peter Ivers er núna sjálfur í himnaríki. Hann var laminn til bana með kylfu árið 1983.

Í atriðinu syngur hin svokallaða Ofnadama(The radiator lady) lagið. Hún er með eindæmum ófríð, með hræðileg kýli á sitthvorri kinninni. Kinnakýli hafa alltaf haft lokkandi áhrif á mig. Kinnakýli og húðsepar.

[MEDIA=42]

Pixies gerði lagið að sínu og festi það í hugum minnar kynslóðar. Í þessari útgáfu syngur Frank Black.
Ég þekki ekki uppruna þessa myndbands, en hér er að mér virðist enn einn bílskúrslistasnillingurinn á ferð, sem fær að njóta sín fyrir tilstilli nútímatækni. Einhver sem hefði að öðrum kosti veslast upp og lognast út af með alla sína sköpunargáfu.

[MEDIA=43]

Fyrir um fjórum árum síðan komu Pixies til Íslands og spiluðu í reiðhöllinni. Á þá tónleika fór ég með hórunni henni Frú Sigríði. Þrátt fyrir að vera með andstyggilega flensu, missti ég mig gersamlega og dansaði og gargaði eins og þykir svo prýðilegt hér á bæ.

Alþjóðlegt hommaklám

Nov
05

Það er sérstakur unaður að sitja á Amerískum Stíl, en þar snæddi ég kvöldverð með alveg sérstaklega prýðilegu fólki. Við vorum öll sammála um að alþjóðlegt hommaklám er algerlega málið. Það er ekkert sem kemur manni eins til og að sjá borubrattan olíuborinn kínverskan graðfola eiga ástarfund með ríkulega loðnu mexíkósku svitafýlutrölli, ég tala nú ekki um ef sá kínverski tekur sig til og ________, að því búnu ________ _________ sá mexíkóski _______ flengir með _________ , því fátt er eins kynæsandi. En David Bowie er líka kynþokkafullur og þarf maður ekki aðhyllast alþjóðlegt hommaklám til að átta sig á því. Hann var einmitt að söngla þetta fallega lag Absolute Beginners í hátalarakerfinu á Amerískum Stíl, þegar við settumst að borði. Við fengum ekki við okkur ráðið og fórum öll að dilla okkur og syngja með.

Mér finnst þessi útgáfa úr Bíbinu, skárri en sú úr myndinni, sem er alveg sérstaklega hallærisleg. Bakraddirnar í þessu lagi eru æðinsgengilegar.

[MEDIA=40]

Stærri útgáfa.

Dán Tán

Oct
25
[MEDIA=38]
Tónlist, Veflókar Comments Off on Dán Tán

Fjallabræður – Brain Train

Oct
22

Vegna fjölda áskoranna hef ég ákveðið að gera annað lag með Fjallabræðrum opinbert á vefsetri mínu. Lagið heitir Brain Train og er bæði í stereó og sinnemaskóp.

[MEDIA=37]

Fjallabræður – Gangnamannavísa

Oct
21

Vill nú svo skemmtilega til að undirritaður er kórfélagi í hinum karlmannlega karlakór Fjallabræður. Föstudaginn sem leið, þann þriðja í Airwaves, fluttum við bræður og “sveitungar” 40 mínútna dagskrá sem hófst á meðfylgjandi lagi sem heitir Gangnamannavísa. Tónleikana festi ég á DV band með spánýrri HD DV upptökuvél, sem ég keypti fyrir alla vasapeningana mína.

Fyrir þá sem ekki til þekkja, þá er ég auðfinnanlegur í þessum hóp karlmannlegra karlmanna, ekki vegna offitusjúkdómsins sem ég hef barist hatrammlega við í áratugi, heldur vegna þess að á höfuð mér er ekki stingandi strá að finna.

[MEDIA=36]

Tommy Dorsey

Sep
22
tommy_dorsey.jpg

[MEDIA=23]You’re a sweetheart – composer Tommy Dorsey

Ég uppgögvaði þetta lag fyrr í dag, þegar ég fór í bíltúr út fyrir bæinn. Með í för var nýi fíni útvarpssendirinn sem ég festi fé í fyrr í vikunni. Hann virkar þannig að ég get tengt við hann ipod klemmuna, sem ég hleyp yfirleitt með, og spilað í sendinn sem svo varpar gúmmilaðinu út á einhverri tíðni sem er ekki frátekin. Með þessu móti get ég hlustað á eftirlætistónlistina mína í útvarpinu meðan ég keyri á milli sveitarfélaga. Ef Jóhannes í fóðrubílnum væri svo að keyra fóðurbílinn í 10 metra radius við mig, þá gæti hann sömuleiðis stillt inn á útvarpssendinguna mína. Ég hef þó litla trú á að hann skipti á milli stöðva; hann er tryggur Bylgjulestinni, fyrir að gera hann ódauðlegan.

The Mills Brothers – paper doll

Sep
18
[MEDIA=19]

Pikkfast í hausnum á mér

Sep
08
[MEDIA=139]

Hljómar vel á klarinett líka.

out of the races

Aug
27

Lagið sem ég hefði gjarnan viljað dansa við, hefði ég farið á dansiball um síðustu helgi. Illir og forpokraðir vættir komu í veg fyrir að ég léti loks verða af því að fara á Nasa og dansa sokkana af mér. Ekki að þetta lag sé spilað á Nasa, né nokkrum öðrum dansifyllerísgubbustöðum hér á Íslandinu góða.
Out of the races með The Rapture er eitt af mörgum væni- og geðhvarfasýkis lögum sem prýða títtumrædda Rules of Attraction. Atriðið sem er afskaplega eftirminnilegt, sýnir Paul hinn samkynhneigða ögra hómófóbíupabbastráknum Mitchell Allen, með ágengum dansi.

[MEDIA=140]