Ég hefi verið klukkaður kæra frú!

Ég hef verið klukkaður, sem er ekki ósvipað því að vera kýldur, nema margfalt verra. Klukkarinn eða gerandinn í þessum ljóta leik er hin langskólagengna Aðalheiður Rósa. Þakk fyrir það!

1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Verkamaður í bæjarvinnu Kópavogs : Þar kynntist ég mörgum dásamlegum persónum, eins og Sveini heitnum og Steina Bjarna.
Stuðningsfulltrúi á Kópavogshæli : Ég heyrði Stein Skaptason segja margsinnis að vistmenn Kópavogshælis væri besta fólkið í þessum heimi. Það er mikill sannleikur í þeim orðum.
– Aðhlynning á öldrunarheimilum í Ísrael : Ég starfaði á þremur öldrunarheimilum í Ísrael og svo við heimaaðhlynningu í kúrdísku gyðingahverfi. Á þessum heimilum kynntist ég þó nokkuð af eldra fólki sem lifði af helförina.
– Aðhlynning á Landakoti – öldrunardeild : Þar leið mér svo prýðilega. Ég átti dásamleg samskipti við gamla fólkið og undi mér vel við að aðstoða það. Þessi vinna hafði mjög sterk áhrif á viðhorf mín til lífs og dauða.

2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:
Brúðguminn : Besta íslenska mynd sem ég hef séð.
– Með allt á hreinu : Ég elskaði þessa mynd þegar ég var krakki, átti hljómplötuna og lét mig dreyma um að slá í gegn, án þess þó að þurfa að bera mig.
– Jón Oddur, Jón Bjarni : Dásamleg mynd. Dásamlegar bækur. Sérstaklega atriðið þar sem þeir strjúka. Ég var sjálfur barn í kristilegum fangabúðum og lét mig dreyma um að strjúka alla vistina.
– Englar Alheimsins: Frábær mynd og frábær bók.

3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Kópavogur : Fólk í Kópavogi ólst upp við nægjusemi. Hús voru byggð af vanefnum og í áföngum. Flestir sem uxu þar úr grasi á þessum árum, lærðu að elska vangefið fólk, sem er hollt fyrir sálina.
Ísrael : Ég get samt ekki beint sagt ég hafi búið þar. Ég var farandverkamaður, eða kibbútsnikk sjálboðaliði í 1 og 1/2 ár.
– Reykjavík : Ég hef búið á óteljandi stöðum í Reykjavík. Best líður mér þó hér í litla Skerjó.

4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Sikiley : Er ennþá með fín sambönd á Sikiley.
Bandaríkin : Þangað ætlaði ég aldrei að fara, en lét svo loks til leiðast í nafni ástarinnar.
– Ísrael : Ég er ennþá þar í draumum mínum.
– Egyptaland : Stoppaði við í 1 og 1/2 dag, reykti gras, át ommilettur og svaf í leirhúsi. Alger hryllingur.

5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Twin Peaks : Guð kom að gerð þessara þátta.
Lost : Lífið er svolítið eins og Lost, alveg gersamlega óskiljanleg absúrd þvæla.
– Damages : Með betur skrifuðu þáttum sem ég hef séð.
– The Lost Room : Ég skil ekki afhverju var hætt að framleiða þessa þætti. Ég græt.
– Northern Exposure : Mannbætandi þættir.

6. Fjórar síður sem ég skoða daglega:
Google reader : Eftirlætin mín.
Google : Leitarvélin
1984.is : Fallega litla stafræna fyrirtækið, sem lét aldrei glepjast af græðgi né lélegu viðskiptasiðferði.
blogg.gattin.net : Bla bla bla bla! Hvað á það að þýða? Hvað er í gangi? Bla, bla, bla!
Dr. Gunni : Með morgunsopanum.

7. Fernt sem ég held upp á matarkyns:
Hummus og Falafel : Þetta kombó hef ég ekki fengið jafn vel matreitt og út í Ísrael. Ekki í Ameríku og ekki á Havivi Tryggvagötu.
– Jólasvín : Þá sérstaklega jólasvínið sem hún systir mín útbýr.
– Sushi : Ég elska sushi-ið í Iðu.
– Pakistanskur : Sterkur eins og á Halim Al, í Austurstræti.

8. Fjórar bækur sem ég hef oft lesið:
Ég hef ekki lesið sömu bækurnar aftur og aftur, allavega ekki á fullorðinsárunum. Ég væri þó til í að lesa Sálminn um blómið aftur, en það er fallegasta bók sem ég hef lesið.

9. Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:
Mér leiðist lífið á Íslandi um þessar mundir. Ég vil þó helst alltaf vera annars staðar en þar sem ég er. Mér líður þó afskaplega vel í dúkkuhúsinu í litla Skerjó.

10. Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Ég legg þetta ekki á neinn mann. Hverjum datt upphaflega þessi klukkvitleysa í hug?

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég bregst við klukki, hér er annað klukk frá því í árdaga.

9 thoughts on “Ég hefi verið klukkaður kæra frú!”

  1. Mér finnst mest sjokkerandi hvað þú hefur lítið breyst frá 2006. Ertu ekkert að vinna í þér Sigurður?!

  2. Allý vonda, að þú skulir segja svona vitleysu. Ég er örugglega helmingi verri en ég var 2006, svo ekki segja að ég hafi ekki breyst. Ég vinn nótt sem nýtan dag að því að gera úr mér stofnanamat. Stofnanamat sem þið getið japlað á, ykkur til afþreyingar. “Já, hann Sigurður. …Hann var ekki að treysta guði” heyri ég ykkur segja í hausnum á mér.

  3. Ég vond?! Ég sem er svo góð og geri aldrei neinun neitt! Ég sem lifi til að hjálpa öðrum! Ég þigg reyndar laun fyrir það, en samt, hjálpa öðrum daginn út og daginn inn, þar til blæðir úr eyrunum á mér af sífelldu ákalli eftir hjálp og lækningu við kvefi.

  4. Þú kramdir nú hjarta mitt hér á kommentakerfinu Allý. Varstu þá á launum? Fékkstu bónus fyrir það læknisverk?

  5. Aumingja frú Sigríður! Hafið þér ódæmigerða hjartaöng vegna orða minna?

  6. Hjartaöng, þarna er nú orð fyrir þig. Er þetta úr læknamáli? Annað orð sem lýsir ykkur báðum nokkuð vel: Hjartakuldi.

  7. Ég held nú að hjartaöng geti vart verið ódæmigerð í þínu nánasta umhverfi, þar sem þú mátt ekkert aumt sjá án þess að fremja “læknisaðgerð” og breyta svo aumu í brotið.

Comments are closed.