Matarræði á krepputímum
Fátt vekur eins mikla gleði í hjarta mínu og þegar buxur sem eitt sinn voru örlítið þröngar, hanga varla lengur upp um mig. Fyrir rúmum tveimur vikum ákvað ég að taka allan sora og viðbjóð út úr matarræði mínu. Hugsunin að baki þeirri ákvörðun er sú að því minna af mér hér á þessari jörð, því betra. Aukakíló hafa aldrei farið mér vel. Mér líður illa og mér finnst ég ógeðslegt skass sem enginn vill vingast við. Ég hef frá áramótum margsinnis tekið þá ákvörðun að létta mig. Ég hef haldið það út í kannski 2-3 daga en þá hef ég orðið nammigrísnum að bráð. Ég finn þegar ég tek svona ákvarðanir hvort þær komi til með að halda, eður ei. Öfugt við allar misheppnaðar tilraunir mínar til aðhalds, fylgir ákvörðun eins og þessari sterk tilfinning hlaðinn aga og staðfestu. Tilfinning um að ég eigi aldrei eftir að verða feitur aftur. Að ég komi til með að valhoppa elskaður á jörðinni, grannur og fallegur þangað til ég hníg niður og hverf inn í kosmósið.
Matarræðið samanstendur af eftirfarandi gúmmilaði:
Salat, lagað úr gúrkum, paprikum, avakadó, tómötum, rauðlauk. Hummus. Kotasæla. Linsubaunir, soðnar, með örlitlu af salti. Epli, helst lífrænt ræktuð, úr okurbúðinni Yggdrasill. Krónubananar. Létt AB-mjólk. Soðnar kjúklingabaunir. Balsamic sýróp. Nýrnabaunir. Sékurfrítt skyr, með aspartame.
Svo hef ég einnig fengið mér grænmetissúpu, grænmetislasagna og salat upp í akademíu.
Eitthvað koma líka beiskir brjóstsékrar við sögu.