Ég hef ekki ástundað það í bloggheimum að þræða aðrar bloggsíður, girða þar niður um mig og kukka. Ég beinlínis forðast moggabloggið, því ég verð dapur í hjarta mínu af að lesa sumt af því gubbi sem gengur upp úr samlöndum mínum. Ég á þó nokkra félaga á moggablogginu sem ég les.
Í gærkvöldi mátti ég hafa mig allan við. Mér var bent á að Sóley Tómasdóttir væri mjög upptekin af klámi og þar sem ég er mikill áhugamaður um transcontinental hommaklám gerði ég dauðaleit á síðunni hennar, en uppskar ekki árangur sem erfiði.
Finnst ég var staddur í svínastíunni, lá leið mín á forsíðu blog.is þar sem glæsilegustu bloggurunum er raðað upp eftir geðþótta netdeildar mbl.is. Efstur þar var maður sem setur að mér ugg. Hann er um þessar mundir í ævintýraferð í framandi landi og skrifar ferðasögur. Það næsta sem ég veit, er ég að skrifa í athugasemdakerfið hjá honum: “Ekki koma aftur til Íslands.” Það kemur á mig og ég geri mér grein fyrir að það er eitthvað við bloggkerfi morgunblaðsins sem gerir það að verkum að ég glopra niður umburðarlyndi og kærleik.
Í heilar fimmtán mínútur átti ég Jihad við sjálfan mig. Hinn hatursfulli Sigurður, sem leggur fæð á allt og alla vildi að ég þrýsti á “Bæta við athugasemd,” meðan umburðarlyndur kærleiksfullur Sigurður, sem allt elskar og kveður með kossi, vildi breyta rétt og biðja fyrir umræddum.
Eins og svo oft áður sigraði kærleikurinn, sem gerir mér unnt að halda áfram að vera hjartahreinn og velviljaður í heimi sem aðeins ástin getur bjargað.

Ég man svo sérstaklega eftir, þegar ég var presenteraður fyrir fyrrum orthodox gyðingi sem nýbúið var að höggva lokkana af. Við vorum fjegur, tvær konur og tveir karlar. Við gengum um fjölfarna götu í Brandararíkjunum, konurnar gengu á undan og ræddu fatnað og hvað væri kosher og hvað væri ekki kosher og mér og þessum fyrrum “Baruch attah” var uppálagt að leggja ástund á einhverja tegund af male bonding þar sem við lúpuðumst á eftir þeim. Hann, sem var töluvert betur að sér í mannlegum samskiptum, upphóf klámfengið tal við mig, þess viss að það væri örugg leið til að kynnast mér. Ég varð eins og helvítis asni, og vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við. Hann hefur líklega þarna á fyrstu mínútunum talið mig þrælsamkynhneigðan. Talið barst að gyðingdóm og poppbókmenntum. Þegar líða fór á kvöldið, kom í ljós að hann var sá eini af okkur sem var reglulega heilsteyptur. Hann hafði hlotið þjálfun í mannlegum samskiptum og þar á meðal male bonding, svo vitanlega tjaldaði hann því sem hann þekkti í þeirri hugsun að koma vel fyrir. Eitthvað annað en ég, sem alltaf hef átt félag við bölvaðar teprur og kann þar af leiðandi ekki gefandi samskipti fullvaxta karlmanna. Þessi veflókur ætti að heita, úr einu í annað. Eða tilgangslaust þvaður manns á breytingarskeiðinu. Ég held ég kalli hann: Byrði fullorðna fólksins, eða “úr einu í annað” þvaður fullvaxta karlmanns á breytingarskeiðinu.
Því er svo farið með marga mannskepnuna, að henni er ókleift að finna til gleði vegna útlitsgalla af ýmsu tagi. Í skúmaskotum sálartuðru sinnar halda sumir að ef nefið á þeim væru aðeins lögulegra, varirnar bústnari, brjóstin stinnari, typpalingurinn örlítið lengri, kílóunum færri osfrv. -þá geti þeir fyrst gengið um fjölfarnar götur, hnarreistir eins og guðs börnum sæmir. Ég sem hef orðið að sætta mig við að vera rassaborugatsljótur, er ekki laus við þennan hégóma. Ég hef tildæmis aldrei verið í ásættanlegri þyngd. Þrátt fyrir að vera á stundum nokkrum kílóum undir kjörþyngd, þá finnst mér ég alltaf geta verið aðeins grennri. Ég er líka um það viss að ef ég væri grennri, þá væri ég mun hamingjusamari en ég er. 





